Þessi drykkur er víst algjört nammi. Það er í honum kanill líka sem bragðast einstaklega vel með cantalópu melónunni.
Þessi drykkur er víst algjört nammi. Það er í honum kanill líka sem bragðast einstaklega vel með cantalópu melónunni.
Cantalópur eru afar ríkar af andoxunarefnum. Fíkjur eru ríkar af kalki og mangó er fullt af beta-carotene.
Mælt er með ferskum fíkjum en ef þær eru ekki fáanlegar þá má nota pakkaðar.
Uppskrift fyrir einn.
Hráefni:
2 bollar af cantalópu melónu – skorin í bita
3 fíkjur
½ tsk af kanil
3 bollar af fersku spínati
1 mangó – án hýðis og steins
Vatn eftir smekk
Leiðbeiningar:
- Byrja á að setja vökvann í blandarann ásamt mjúku ávöxtunum.
- Bætið nú þessum grænu við og látið blandast mjög vel saman þar til drykkur er mjúkur.
Ef þú vilt hafa hann kaldann er mælt með að frysta eitthvað af ávöxtunum og nota í drykkinn.
Njótið vel og takk fyrir að taka þátt í 30 daga áskoruninni okkar á Heilsutorgi.