Þessi drykkur hefur reynst vel við kvefi og hálsbólgu.
2 gúrkur
4 sellerí stilkar
3 blöð af Kale
2 blöð af Romaine káli
1 jalapenó pipar með eða án fræja – fer eftir smekk
½ lime - kreist í glas
¼ tsk af sætuefni – má sleppa ( í þessari uppskrift er eitthvað sem heitir camu berry powder)
Djúsaðu gúrkuna, selleríið, kale, romaine og jalapenó.
Settu svo djúsinn í blandara og bættu við lime safanum og sætuefni að eigin vali.
Láttu blandast vel saman.
Einnig má bæta kóríander fræjum í þennan drykk.
Sendu okkur mynd á Instagram #heilsutorg