Gerðu þinn eigin andlitsmaska. Þessi er úr jarðaberjum.
Jarðaberið er fullt af C-vítamíni sem er náttúrulegur hrukkubani.
Þau eru afar góð á bragðið líka og ætti að fá sér jarðaber á hverjum degi. Þú getur tvöfaldað virki jarðaberja með því að bera þau á andlitið á þér tvisvar í viku.
Hérna eru leiðbeiningar um andlitsmaskann.
Þú þarft að eiga blandara
Taktu 1 bolla af jarðaberjum, frosnum eða ferskum. ( einnig má nota fleiri ber, td. hindber og bláber).
Skelltu þessu í blandarann og hrærðu vel
Bættu út í 1 bolla af vanillu jógúrt, má einnig nota hreinan jógúrt
Þegar þetta hefur hrærst vel saman helltu því þá í glas eða krukku og settu eina og hálfa tsk af hunangi saman við. Hunang er meiriháttar góður sem rakagjafi fyrir húðina.
Berðu nú maskann á andlitið á þér og drekktu afganginn.
Þarna eru að fá tvöfalda virkni, innan og utan frá.
Þetta á að gera helst tvisvar í viku.
Heimildir: health.com