Uppskrift er fyrir tvo drykki.
½ þroskað avokadó
1 tsk af grænum sykri – þú litar hann með matarlit
2 bollar af undanrennu
1 bolli af frosnum jarðaberjum
1 frosinn banani
Lófafylli af ísmolum
Fyrst setur þú avokado, græna sykurinn, banana og klakana og einn bolla af undanrennu. Blandaðu á miklum hraða þar til þetta er orðið mjúkt.
Helltu svo í tvö há glös en bara upp að hálf fullu glasi.
Skolaðu blandarann og settu svo jarðaberin og restina af undanrennunni í hann og blandaðu vel saman.
Helltu rauða hlutanum ofan á þennan græna og alls ekki hræra. Gott er að hella varlega svo litirnir blandist ekki saman.
Núna ættir þú að hafa tvö glös með grænu og rauðu lagi – tvískipt.
Og til að gera aðeins vel við sig, það eru nú jólin eftir allt, þá má setja þeyttan rjóma og strá græna sykrinum yfir.
Borið fram með röri.