Hér kemur uppskrift af mjög bragðgóðum próteinsjeik sem er eiginlega eins og nammi. Hann er einstakur að því leyti að hann inniheldur dagsskammtinn af hinu frábæra Amino kollageni frá Feel Iceland sem er svo gott fyrir liði, liðamót, húð, vöðva, bein og hár svo eitthvað sé nefnt en hann inniheldur einnig danskt mysuprótein frá Organic Nature sem kemur frá grasfóðruðum kúm. Það er ekki casein eða mjólkurprótein í því svo það er óhætt að taka fyrir þá sem eru með mjólkuróþol. Þetta mysuprótein kemur í nokkrum bragðtegundum og við prófuðum að nota lakkrísbragð með kakóduftinu sem kom alveg einstaklega vel út. Ég hef aldrei áður prótað prótein með lakkrísbragði enda hefur mér ekki fundist það hljóma vel. Ef þið notið avocado kemur auðvitað bragð af því og þá þykkist hann töluvert en það er ekki nauðsynlegt að hafa það með, bara ef ykkur líkar það betur.