Innihald: / 2 dl haframjólk (oat) eða möndlumjólk, hrísmjólk / 1 kúfuð mæliskeiðvanilluprótein / 1 msk hrátt kakóduft / 1/2 avocado / 1/2 tsk lakkrísrótarduft / 1 mskhörfræolía / 1 msk chiafræ / smá himalayasalt / klakar / VAL: smá acai-duft
Mig langar aðeins að segja þér hvað lakkrísrótarduft gerir fyrir líkamann.
Lakkrísrótarduft er ekki bara gott á bragðið og harmónar vel með hráu kakódufti (hver elskar ekki bragðið af súkkulaði og lakkrís) heldur hefur það nokkra frábæra eiginleika:
Að sjálfsögðu getum við fengið allt okkar prótein úr venjulegum mat og það væri æskilegast en mér líkar að nota hreint mysuprótein og geri það af og til. Spirulina er t.d. mjög próteinrík og ég nota hana líka stundum. Plöntuprótein úr hamp er líka mjög flott. Ég persónulega er ekki hrifin af casein próteini og hér getur þú lesið af hverju. Flókið mál en bara ekki fyrir mig. Ást og friður :)
Ef þú vilt hafa samband við mig er netfangið mitt: valdis@ljomandi.is
Ég vona að ykkur líki ljómandi vel.
Bestu kveðjur, Valdís.