Það er ekkert eins auðvelt að gera fyrir börnin eins og góðan þeyting úr alls konar ávöxtum, grænmeti og öðru gúmmelaði. Þessi sjeik er í uppáhaldi hjá okkur þar sem börnin mín elska mangó.
½ mangó (eða 100 g frosið) skorið í bita
1 banani
120 ml mjólk að eigin vali, nota yfirleitt rísmjólk
120 ml appelsínusafi
1 – 2 msk Lime safi
1-2 msk hörfræolía*
klakar (ef notað ferskt mangó)
Þetta er allt sett í blandarann og leyft að blandast vel í nokkrar mínútur, eða þar til kekkjalaust.
Höfundur Stefanía Sigurðardótti