Pera, hindber og Cashew (370 Kcal)
7,9 gr prótein, 59 gr kolvetni, 13,8 gr fita.
1 pera - meðalstór og þroskuð
2 dl frosin hinber (ca. 80 gr)
20 gr Cashew hnetur, best ef þær hafa legið í bleyti en þarf ekki.
1 dl appelsínu safi eða safi úr einni appelsínu
Góð lúka af spínati
1 msk hörfræ
Cashew hneturnar og appelsínusafinn sett saman í blandarann og blandað vel. Þá er restin sett saman við og blandað þar til orðið mjúkt og girnilegt.