1 bolli af möndlumjólk
1 banani
1 gulrót – söxuð
½ msk af hörfræjum
1 tsk af kanil
½ tsk af múskat
½ tsk af engifer – sem búið er að mylja
1/8 tsk af muldum negul
1 msk af rifinni kókóshnetu
4 ísmolar
Saxaðar valhnetur eftir smekk
Settu allt hráefnið í blandara, byrjaðu á möndlumjólkinni og endaðu á ísmolunum. Láttu blandast í 2 heilar mínútur.
Skelltu þessu í 2 glös, skreyttu með valhnetum og rifinni kókóshnetu.