Grænir drykkir eru ótrúlega góðir fyrir þig og gaman að neyta. Það er svo oft sem við erum gjörn á að festast í sömu uppskriftinni, en líkami okkar vill fjölbreytni. Eitt af því sem ég geri í þjálfun er að hjálpa konum að læra aðferð við að gera hollan og góðan grænan booztdrykk. Hér er mín aðferð við að búa til grænan drykk sem þú getur byrjað á að nota.
Bættu 2-3 stórum handfyllum (um 2-3 bollar) af fersku grænmeti í blandarann. Spínat hefur vægt bragð svo byrjaðu þar ef þú ert byrjandi. Grænkál, Romaine, Lambhagasalat og aðrar grænar jurtir eins rósmarín, steinselja og mynta eru bragðmeiri en góðar. Það eru hundruðir af tegundum af grænu þarna úti. Prufaðu eitthvað af þeim og blandaðu þeim saman til þess að finna bragðsamsetningar sem höfða til þín.
Næst bæti ég um bolla af ávöxtum fyrir auka andoxunarefni, áferð og bragð. Því við skulum vera heiðarleg, grænn drykkur getur endað á bragðið eins blandað salat. Grænt á eigin spýtur er dásamlegt og getur bragðast vel, en að bæta ávöxtum við gerir drykkinn sætari, bætir meira bragði við og eykur næringuna. Ber eru lág í sykri og bragðgóð og 1/2 banani eða 1/4 af avókadó mun gefa drykknum þínum frábæra rjómalagaða áferð. Hálf tsk af sítrónusafa bætir líka ótrúlega bragðið og að kreista sítrónusafa beint úr sítrónunni mun hjálpa að byggja upp ónæmiskerfið og bæta bragð græna drykksins þíns. Hafðu græna innihaldið í drykknum þínum í að minnsta kosti tvöfalt eða þrefalt hærra en innihald ávaxta til þess að drykkurinn þinn haldi lágs sykurinnihalds.
Bættu 1-2 msk af hnetum eða fræjum. Sum af næringarefnum í plöntunum, sérstaklega vítamín A, K, E og D eru fituleysanleg, sem þýðir að þau þurfa að vera í fylgd með einhverri fitu til þess að frásogast almennilega. (Önnur ástæða fyrir því að fitulaus salatsósa er ekki vinur okkar, en það er önnur umræða fyrir annan dag.) Bættu við hörfræjum, hörfræolíu, Chia fræjum eða hráum möndlum sem dæmi. Allir þessir hlutir eru fullir af góðum omega-3 fitusýrum, próteinum og tonn af öðrum næringarefnum. (Ath, þetta ætti að vera matskeið eða tvær, um 6-8 hnetur. Engin þörf á að vera að bæta við 1/2 bolla af hnetu smjöri eða hnefa af hnetum í drykkinn þinn, of mikið mun hægja meltingu þína.)
Bættu næst við 1/2 – 1 bolla af vatni, kókosvatni eða ósykraðri hnetumjólk til þess að hjálpa blandarnum þínum að vinna. Bættu við meira vatni eftir þörfum ef það þarf til þess að blanda öllu saman.
Ef þú þarft smá meira sætt bragð til að gera drykkinn þinn bragðbetri, bættu þá við matskeið af lífrænu hráu hunangi eða nokkrum döðlum. Bara að hafa í huga hversu miklum sykri þú ert að bæta við. Nokkrir dropar af fljótandi steviu mun einnig gefa meiri sætubragð án þess að bæta við sykri. Þér er einnig frjálst til að bæta við meira af grænmeti ef þú ert ævintýragjörn (sellerý eða engifer einhver?).
Bættu öllum innihaldsefnunum í blandara og blandaðu! Ég nota smoothie stillinguna á Blendtec blandara mínum og hef ég grænan og mjúkan drykk á 43 sekúndum og þarf ekki að vesenast í því að slökkva og kveikja á blandaranum til að ýta hráefninu niður.
• Þvoið öll innihaldsefnin og notið lífrænt þegar mögulegt er.
• Blandið í um það bil 30 sekúndur í einu þar til æskilegri áferð er náð. Alltaf að vera varkár að ekki hafa of mikinn hraða á blandaranum svo að innihaldið hitni ekki. Það drepur ensímin og sum af næringarefnunum.
• Heitir drykkir smakkast sjaldan vel. Settu frosinn ávöxt eða nokkra teninga af ís. Það mun gera mikið fyrir drykkinn þinn og gera hann betri.
• Græni drykkurinn þinn gæti orðið fjólublár eða annar skemmtilegur litur. Hann þarf ekki endilega að vera grænn til þess að vera “grænn drykkur”
• Settu blandarann undir heitt vatn rétt eftir að þú hellir drykknum þínum í glas og leyfði því að liggja í á meðan þú drekkur. Þá getur þú bara skolað hann og látið þorna til að auðvelda hreinsun.
Njóttu þess að drekka græna gómsæta orkugefandi drykki og prófaðu þig áfram!
Fyrst þegar ég fór að læra um leyndarmál þess að gera góða græna drykki kom mér sérstaklega á óvart þetta með fituna og að hún væri algjör lykill!
Og ef þú átt vínkonu sem er þyrst í græna drykki líkaðu við greinina á facebook og segðu frá!
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi