Loksins var rykið þurrkað af blandaranum og þú hætt öllu sem heitir morgunkorn og þannig hænsnafóðri. Nei, núna verða það bara smoothies á morgnana til að ná af sér nokkrum kílóum svona fyrir sumarið.
Eftir nokkrar vikur þá er engin breyting, þú ert búin að passa upp á mataræðið, hreyfa þig og drekka smoothies í morgunmat.
Hérna eru nokkrar ástæður afhverju þinn smoothie gæti verið að bæta á þig kílóum.
Trefjar eru nefnilega eins nálægt og þú kemst ef til væri töfra megrunarpilla. Trefjar eru það sem að fyllir magann og kemur í veg fyrir hungurtilfinninguna. Ávextir innihalda trefjar- en þú þarft að velja réttu ávextina.
Bananar eru mikið notaðir í smoothies en hálfur banani inniheldur aðeins 1,4gr af trefjum. Þú þarft að reyna að hafa um 10gr af trefjum í smoothie. Notaðu trefjaríka fæðu eins og t.d kale, ber, spínat, avokadó, kivi, perur, baunir, hörfræ, chia fræ og fleira.
Þinn smoothie er kannski eins grænn og hægt er en það er ekki sama sem merki á milli græna litsins og próteins. Þú þarft prótein til að halda orkunni út daginn. Til að lenda ekki í gildru narts að þá skaltu setja a.m.k 10gr af próteini í þinn smoothie. Þú færð prótein úr mjólk eða sojamjólk, grískum jógúrt, kotasælu, getur notað protein duft, baunir, hnetur eða hnetusmjör.
Að drekka kaldan smoothie sem er gerður eingöngu úr ávöxtum er auðvitað hollara en að borða kleinuhring. En á meðan ávextir eru fullir af trefjum og næringarefnum að þá innihalda þeir slatta af kaloríum. Þannig að þegar þú fyllir blandarann þinn með mismunandi ávöxtum þá ertu að enda uppi með eitt glas sem er meira en 500 kaloríur. Ávextir eru fullir af náttúrulegum sykri og líkaminn meltir hann afar fljótt og þú ert farin að finna fyrir hungri rétt um klukkutíma eftir einn ávaxta smoothie. Til að forðast það að lenda í þessu þá skaltu bæta við t.d mjólk, sojamjólk, jógúrt, prótein dufti, baunum, hnetum eða hnetusmjöri.
Ein teskeið af hunangi eða maple sírópi inniheldur yfir 60 kaloríur og þú þarft ekki að bæta þessu við ef drykkurinn þinn inniheldur ávexti. Forðastu þennan auka sykur og sætuefni. Notaðu hreinan jógúrt og ósæta sojamjólk t.d og þú getur treyst því að bragðlaukarnir venjast þessu afar fljótt.
Kíktu HÉR til að sjá fleiri mistök sem þú gætir verið að gera varðandi smoothie drykkinn þinn.
Heimildir: womenshealthmag.com