Súpersmoothie
Maca er s.k. “superfood” (ofurfæða). Slík fæða er rík af andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum. Maca er möluð rót og stundum er hún nefnd ginseng Inkanna í Perú en rótin vex efst í Andesfjöllunum.
Innihald:
2 frosnir bananar
1 bolli frosin bláber
1 appelsína
½-1 msk macaduft
1 msk chiafræ
½-1 tsk kanill
1 msk kókosolía
½ - 1 bolli vatn
Aðferð:
Allt sett í blender.
Fínt að byrja með ½ bolla af vatni og þynna svo út eftir smekk.