Þessi er frábær eftir ræktina.
Banani, hnetusmjör, kakó og kaffi, samsetning sem bara getur ekki klikkað.
Heilsudrykkir sem innihalda kaffi geta verið rosalega bragðgóðir, ég mæli með því að laga kaffi og frysta í klakaboxum, þá er ekkert mál að taka 2-3 klaka og setja í drykkinn sinn. Drykkurinn sem ég gef ykkur uppskrift af í dag er t.d. frábær með frosnum kaffiklökum og frosnum banana.
1 banani, þroskaður og helst frosinn
1 dl möndlumjólk
2 tsk kakó
1 msk hnetusmjör, ósætt
smá kanill
1/2 dl uppáhellt gott kaffi, kælt (helst frosið)
Öllu blandað vel saman og hellt í fallegt glas.