Komdu lagi á lífið og passaðu upp á að sofa á nóttunni.
Þessi drykkur er víst frekar róandi og á að hjálpa þér að sofa betur. Best er að drekka hann strax eftir hádegisverðinn.
1 stór gúrka
Engifer – meðal stór biti
Sítrónusafi úr einni sítrónu
1 grænt epli
Aspas – 9 lengjur – ferskur
2 stilkar af sellerí
Settu aspasinn í kalt vatn í um klukkustund.
Skerðu niður gúrkuna, sítrónuna og eplið í sneiðar og blandaðu ávöxtunum, selleríinu og engifer saman í blandarann og látið á góðan hraða. (ath taka hýði af sítrónu)
Bætið núna aspas við en ekki vatninu sem hann lá í og setjið blandarann aftur í gang. Passið uppá að þetta blandist vel saman.
Þessi drykkur virkar róandi þannig að hann er víst best að drekka eftir hádegið.
Grænmetið hefur jákvæð áhrif á svefnleysið og á meltinguna, blóðþrýstinginn og stressið.
Ég mæli með að þið prufið þennan drykk.