Volgt sítrónuvatn á morgnana kemur meltingunni af stað fyrir daginn. Sítrónur eru afar hollar, má nefna t.d að þær eru bakteríudrepandi, veirueyðandi og styrkja ónæmiskerfið. Að nota sítrónur í mataræðið stuðlar að þyngdartapi því sítrónusafi hjálpar meltingarkerfinu og hreinsar lifrina.
Í sítrónum má finna citric acid, kalk, magnesíum, C-vítamín, bioflavonoids, pectin og limonene sem hjálpar ónæmiskerfinu að berjast við sýkingar.
Hvernig fær þú sem mest út úr sítrónuvatni?
Hitaðu vatn, ekki hafa það sjóðandi heitt samt. Notaðu alltaf ferskar sítrónur. Þú getur bæði kreist safann úr þeim út í vatnið eða skorið þær í sneiðar og sett út í vatnið. Þetta er svo drukkið á fastandi maga og helst alla morgna.
Hjálpar meltingunni.
Sítrónuvatn skolar út óæskilegum efnum og eiturefnum úr líkamanum. Það fær lifrina okkar til að framleiða gall sem er sýra sem meltingin okkar þarf á að halda. Sítrónur eru einnig háar í steinefnum og vítamínum.
Meltingar eiginleikar sítrónuvatns geta gert það að verkum að þú færð ekki brjóstsviða eða verður útþanin.
Ónæmiskerfið.
Þar sem sítrónur eru háar í C-vítamíni þá eru þær afar góðar við kvefi. Þær eru ríkar af potassium sem örvar heilann og taugakerfið.
Fallegri húð.
C-Vítamín, eins og önnur andoxunarefni verja húðina og hún fær síður hrukkur og útbrot eða bólur. C-vítamín er einnig þekkt fyrir að drepa ýmsar tegundir af bakteríum sem orsaka bólur og fílapennsla.
Fyllir á orkuna og góða skapið.
Orkan sem að mannslíkaminn fær frá fæðunni kemur úr frumeindum og sameindum sem matur inniheldur. Sítrónur eru einn af þeim orkugjöfum því hún er hlaðinn af neikvæðum jónum sem gefur líkamanum meiri orku þegar þær ná niður í meltingakerfið. Lyktin af sítrónum hreinsar einnig hugann og sítrónur geta hjálpað til við að draga úr kvíða og þunglyndi.
Engin andfýla.
Fyrir utan að laga slæma adremmu að þá hafa sítrónur verið þekktar fyrir að slá á tannverki. Passa þarf samt upp á eitt, sítrónur eru súrar og sýran í þeim gæti haft áhrif á glerung tanna ef ofnotuð. Alls ekki bursta tennurnar strax eftir að hafa drukkið sítrónuvatn. Notaðu frekar bara vatn og skolaðu munninn.
Fyllir á vatnsbirgðir eitlanna.
Volgt vatn og sítrónusafi styrkir ónæmiskerfið með því að passa upp á halda við vatnsbirgðum í líkamanum. Þegar líkaminn ofþornar þá finnur þú svo sannarlega fyrir því. Þú verður þreytt, meltingin fer úr skorðum, hækkun eða lækkun á blóðþrýstingi, verri svefn og stress verður áberandi.
Er góð hjálparhella þegar missa á nokkur kíló.
Sítrónur eru háar í trefjum sem hjálpa þér í baráttunni við að vera sífellt nartandi í eitthvað. Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem heldur sig við mataræði sem inniheldur meira af alkaline er fljótara að ná af sér nokkrum kílóum.
Á meðan ég skrifa þetta, stendur bolli með volgu vatni og sítrónum hérna við hiðina á mér því ég veit ekkert betra en að byrja daginn á því að drekka þetta á fastandi maga.
Drekkur þú volgt sítrónuvatn á hverjum morgni ?
Grein fengin af tasty-yummies.com