Forskráning er hafin á www.hlaup.is og þar verður hægt að skrá sig til hádegis fimmtudaginn 05. júní og hjá Krabbameinsfélaginu í Skógarhlíð 8, til kl. 18:00 þann dag. Upphitun hefst um kl. 18:40.
Þátttökugjald er 1.500 krónur fyrir 15 ára og eldri og 500 krónur fyrir 14 ára og yngri.
Vegalengdir. Hægt er að velja um 3 km skokk eða göngu frá Skógarhlíð að Öskjuhlíð og til baka eða 10 km hlaup suður fyrir Reykjavíkurflugvöll og til baka.
Tími verður mældur hjá öllum og úrslit birt eftir aldursflokkum:
- 14 ára og yngri
- 15-18 ára
- 19-39 ára
- 40-49 ára
- 50-59 ára
- 60 ára og eldri
Drykkir og veitingar. Ljúffeng súpa og brauð frá Happ. Vífilfell gefur Eðal Topp og Latabæjar Brazza. Allir hlauparar fá Hleðslu íþróttadrykk frá MS að hlaupi loknu.
Verðlaun. Allir sem ljúka hlaupinu fá viðurkenningarpening. Verðlaun eru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki bæði í 3 km og 10 km.
Fjölmörg glæsileg útdráttarverðlaun
Sportís gefur 4 Asics hlaupajakka
Optical Studio gefur 2 Ray Ban sólgleraugu
World Class gefur 3 gjafabréf í dekur og líkamsrækt
Regalo gefur 4 TIGI gjafapakka og Marocconoil gjafapakka
Margt Smátt gefur 3 hlaupavesti, bakpoka og töskur
Subway gefur 6 gjafabréf
Ginger gefur 10 gjafabréf
Leikhópurinn Lotta gefur 2 x gjafabréf á Hróa Hött (fyrir 4) og geisladiska
Sölufélag garðyrkjumanna gefur 6 grænmetisgjafakörfur
Beiersdorf gefur10 Eucerin gjafaöskjur
Hreysti gefur 3 armbeygju líkamsræktartæki
Salka bókaútgáfa gefur 6 bækur
Nesdekk gefur 2 gjafabréf að verðmæti 10.000 kr. inneign
Hlökkum til að sjá þig !
Sendu okkur myndir á Instagram #heilsutorg