Hér er súper einföld uppskrift af eggjaköku með grænmeti.
Uppskrift er fyrir 12 en það má auðvitað minnka hana.
Svona stór uppskrift er t.d tilvalin ef þú ert að fá fjölskylduna til þín í bröns.
12 stór egg
1 lítill laukur – saxaður
1 paprika – litur er þitt val – saxa niður
1 bolli af kirsuberjatómötum – skera í bita
2 bollar af grænkáli – saxa það niður
½ bolli af muldum osti – bestur er feta osturinn í þessa uppskrift
1 bolli af mjólk – notaðu þína uppáhalds
Salt og pipar eftir smekk
Ólífuolía eða smjör nú eða þín uppáhalds olía
Takið stóra pönnu sem má fara í ofn og setjið á hana olíu eða smjörið. Smyrjið hana vel.
Forhitið ofninn í 220 gráður.
Takið nú aðra pönnu og setjið olíu á hana og skellið laukum saman við. Látið laukinn steikjast þar til hann er glær, tekur um 3 mínútur.
Bætið papriku saman við og látið steikjast í um 1 mínútu.
Takið nú skál og brjótið eggin í hana og þeytið þau vel saman.
Hellið mjólkinni saman við og hrærið vel.
Setjið nú lauk og papriku af pönnunni saman við egg, ásamt tómötum, grænkáli, osti, salti og pipar og hrærið vel til að blanda öllu saman.
Þessi blanda fer svo á pönnuna sem þú smurðir.
Setjið í ofninn og látið bakast í 30 mínútur eða þar til eggjakakan er bökuð í gegn.
Takið úr ofni og látið standa í 10 mínútur áður en skorið er í sneiðar.
Uppskrift: thehealthymaven.com