Fara í efni

Fljótlegt og agalega gott!

Tortilla, hollt, fljótlegt og gott!
Tortilla, hollt, fljótlegt og gott!

 

 

 

 

 

 

 


Fljótlegt og agalega gott! 

Þessi matur er einfaldur en í senn mjög góður og hollur í þokkabót, reyndar hægt 
að breyta því ef villjinn er fyrir hendi. Fer víst eftir vali hvers og eins um innihaldið því þetta 
er akkúrat matur sem er tilvalin í ísskápa tiltektina. 

  • Tortilla kökur 
  • Sæt kartöflustappa 
  • Paprika, skorin í bita 
  • Sveppir, skornir í sneiðar 
  • Laukur, hvaða laukur sem er, ég notaði perlulauk 
  • Hvítlaukur, skorin smátt 
  • Gulrætur, skornar í litla bita 
  • Rifinn ostur 

Ég átti afgang af sæt kartöflustöppu og notaði sem grunn á Tortilla kökuna og reyndist 
frábær “sósa”. Ef ekki er til afgangur er alveg þess virði að skella í stöppu til að nota.  
Þessi stappa er einstaklega góð og fer magnið af sykri og smjöri eða olíu algjörlega eftir 
smekk og hef ég því engar mæli einingar á því. 

  • Sætar kartöflur skornar í teninga 
  • Púðursykur / hrásykur 
  • Smjör / ólífuolía 

Sjóða kartöflur þar til þær eru mjúkar og hella vatninu af, bæta út í pottinn púðursykri 
eða hrásykri og smjöri eða olíu og stappa. Ef þú vilt hafa hana mjög mjúka er ágæt leið 
að nota töfrasprota eða jafnvel handþeytara, mér finnst reyndar skemmtileg áferða að 
hafa hana pínu grófa. 

Papríka, sveppir, laukur, hvítlaukur og gulrætur skorið niður og steikt í góðri ólífu olíu 
eða smjöri þar til orðið nokkuð mjúkt. Krydda með sjávar salti, svörtum pipar og jafnvel 
góðri jurtablöndu. 
Tortilla kakan sett á miðlungs heita pönnu, stappan smurð á helmingin af kökunni, grænmetið 
sett ofan á og rifinn ostur yfir allt.  Kökunni lokað og steikt á báðum hliðum. 
Tortilla
Gerði líka Tortilla kökur með nautahakki sem ég steikti á pönnu, setti sama grænmeti út á 
og salsa sósu saman við allt og það var ljómandi gott.  Semsagt, hægt að gera allskonar 
útgáfur úr því sem til er og þarf að klára svo engu sé hent. 

Njótið 

Bergþóra Steinunn 
Auglýsingastjóri Heilsutorgs