Að fara öfugumegin framúr á morgnana er eitt en að vakna upp með uppþanin maga er allt annað mál. Því nennir engin kona.
Ástæðan fyrir uppþembunni getur verið sú að þú borðaðir eitthvað saltað kvöldið áður eða ert ekki að drekka nóg af vatni.
En sama hver ástæðan er þá eru til ráð gegn þessari uppþembu og allar viljum við vita þau ráð.
Besta leiðin til að losna við þessa uppþembu er með réttum morgunverði.
En fyrst þarf að huga að því hver er ástæðan fyrir uppþembunni.
Robynne Chutkan læknir sem starfar við The Digestive Center for Women í Chevy Chase, Maryland og er höfundur bókarinnar The Bloat Cure:101 sagði Self.com and best sé að huga fyrst að því hvað þú borðaðir í kvöldmatinn áður en morguverður er tekinn til.
Ef þú ert með hægðartregðu þá skaltu leita að uppskriftum eða mat sem er mjög trefjaríkur og mundu að ef mjög trefjaríkur morgunverður er borðaður þá þarf að drekka mikið af vatni yfir daginn til að koma öllu af stað.
Ef þú heldur að uppþemban sé útaf vökva, annað hvort vegna þess að þú raðaðir í þig kolvetnum, víni eða salti þá er best að borða mat sem er vökvaríkur. Það er besta leiðin til þess að fá líkamann til að losa sig við umfram vökvasöfnun.
En hver sem ástæðan er fyrir uppþembunni þá eru þessar fjórar uppskriftir þær bestu til að losa þig við hana og eiga góðan dag.
Ef þú telur að vatn sé ástæða fyrir uppþembunni þá er þessi samsetning rosalega góð í morgunmat. Ekki mikið af kolvetnum og spínat inniheldur einnig trefjar og prótein og þú finnur ekki fyrir hungri fyrr en í hádeginu. Ekki gleyma að drekka nóg af vatni.
Smoothie sem losar um uppþembuna þarf að vera ríkur af trefjum. Notaðu því í þetta hráefni: grænkál,sellerí,steinselju og spínat. Best er að hafa drykkinn þunnan svo hann innihaldi einnig nóg af vökva. Og muna svo að drekka mikið vatn yfir daginn.
Ef harðlífið er að hrjá þig þá er mælt með höfrum. Þeir eru ríkir af trefjum. Mælt er með að sjóða þá í möndlumjólk til að þeir séu djúsí. Toppaðu svo skálina með uppáhalds hnetum og berjum. Einnig er gott að nota chia fræ því þau eru aðeins extra meira af trefjum. Og muna drekka vatn.
Ykkur gæti fundist þetta einkennilegt val, en að borða þennan rétt í morgunmat er mjög gott. Linsubaunir eru mjög trefjaríkar. Stundum getur maður fengið leið á hafragraut eða grófu morgunkorni. Látið baunir liggja í vatni yfir nóttina áður en þú notar þær í morgunverðar súpuna. Og muna að drekka nóg af vatni yfir daginn.
Heimild: self.com