Þetta er súper einföld uppskrift með fylltri rauðri papriku eða bara þeim lit sem þér þykir best. Paprika er rík af C - vítamíni, B6 og magnesíum. Rauð paprika er talin styðja við góða augnheilsu og nætursjón. Ekki má gleyma að hún er stútfull af andoxunar efnum, ásamt A - og C - vítamínum. Það má segja að þessi uppskrift hafi óteljandi útfærslur, bara að vinna hana eftir sínu höfði. En hérna er grunnur til að koma þér af stað.
Þetta er súper einföld uppskrift af fylltri rauðri papriku eða bara þeim lit sem þér þykir best. Rauð paprika er rík af C - vítamíni, B6 og magnesíum.
Rauð paprika er talin styðja við góða augnheilsu og nætursjón. Ekki má gleyma að hún er stútfull af andoxunar efnum ásamt A -og C - vítamínum.
Það má segja að þessi uppskrift hafi óteljandi útfærslur, bara að vinna hana eftir sínu höfði. En hérna er grunnur til að koma þér af stað.
Þessi uppskrift er fyrir 4.
Hráefni:
- 4 rauðar paprikur
- 500 gr frosið spínat, sneitt.
- 4 egg
- Allt sem þú vilt setja útí t.d beikon, ost og sveppi.
Aðferð:
Hitið ofninn í 180° Setjið álpappír í ofnskúffu. Skerið ofan af paprikunni og hreinsið vel að innan. Eldið paprikuna eina og sér í 15 mínútur. Á meðan er gott að afþýða spínatið í örbylgjuofninum og náið öllum auka safa úr spínatinu fyrir notkun. Takið paprikuna úr ofninum, fyllið með spínati til ½ á hverri papriku fyrir sig. Brjótið egg yfir paprikurnar og bætið nú við því hráefni sem þú hefur valið. En þetta líka bara gott með skinku. Bakið nú 20 mínútur.
Súper einfalt og þarf ekki mikla fyrirhöfn.
Mundu eftir okkur á Instagram #heilsutorg