Majónes sem þú kaupir út í búð er fullt af óhollustu og ónauðsynlegum aukaefnum.
Majónes sem þú kaupir út í búð er fullt af óhollustu og ónauðsynlegum aukaefnum.
Hefur þú prufað að búa til þitt eigið majónes?
Prufaðu þessa mjólkurlausu, hrá útgáfu og þú munt ekki vilja annað majónes.
Hráefni:
½ bolli af kasjúhnetum
¼ bolli af virgin ólífuolíu
¼ bolli af sítrónu eða lime safa (c.a 2 sítrónur eða lime)
2 tsk af hrá hunangi
1 tsk af sinnepi (má sleppa)
Himalaja sjávar salt og svartur pipar eftir smekk
vatn
Leiðbeiningar:
- Blandið kasjúhnetum, saltinu og pipar á miklum hraða í blandaranum þangað til þetta er orðið eins og fínt púður.
- Bættu jafn stórum skammti af safanum og olíunni út í.
- Settu smá vegis af hunanginu og sinnepinu.
- Láttu núna blandast þar til þetta er þykkt og silkimjúkt, ætti að taka um 20 sek.
- Settu núna restinni af hunangi og sinnepi ásamt olíu og safa og láttu blandast í stutta stund.
- Bættu við nokkrum msk af vatni eða þangað til þú ert búin að ná þeirri þykkt sem þú vilt.
- Ef þú setur óvart of mikið vatn og majóið verður of þunnt þá er það í lagi, því það þykknar þegar það kólnar í ísskápnum.
- Geyma má í ísskáp í allt að 3 daga.
Það er frábært að nota þetta á salatið, hrísgrjónin, út á pasta…valmöguleikarnir eru endalausir.
Hvernig er þitt uppáhalds majónes?
Mundu okkur á Instagram #heilsutorg #uppskriftir