Kvöldmaturinn.
Seint verður þessi Þorskur toppaður :)
Beikon vafin með aspas,vorlauk og camenbert smurosti .
Kryddið var creola kyddið frá Pottagöldum og basiliku salt ( fékk í Brighton)
Aðferð.
Hafa flökin flöt og skera aspas og vorlauk í góðar ræmur.
Leggja aspasinn og laukinn yfir fiskinn og eina tsk. af camenbert osti.
Krydda fiskinn og rúlla upp með beikoni :)
Elda í ofni .
Ég var með ekkert yfir fatinu.
Eldaði á 200gráðum í miðjum ofni.
Síðan rétt í lokin skelti ég þessu á grill stllingu til að beikonið fengi að verða smá crispí.
Það er langt síðan að ég hef fengið svona góðan fiskrétt:)
Meðlætið var steikt grænmeti og hýðisgrjón með ristuðum möndlum.
Grænmetið aðferð.
Rauð paprika
Gulrætur
Kúrbítur
Skera fínt og steikta á góðri pönnu sem ekki þarf að drekkja í olíu.
Bara nokkra dropa alveg nóg.
Möndlurnar þurr steiki ég á pönnu.
Saxa þær niður fyrst.
Mæli með þessum rétti og hlakka ti að fá mér fljótlega aftur svona gleði þorsk :)