3 meðal stórar kartöflur – afhýða og skera í bita
1 msk af kókósolíu – hafa auka til að bera á klattana
¼ bolli af lauk – saxa hann niður
2 hvítlauksgeirar
1 tsk af engifer
½ tsk af muldu cumin
½ tsk af turmeric í dufti
¼ bolli af steinseljulaufum – saxa niður
¼ bolli af gulrótum í bitum
¼ bolli af grænum baunum – helst ferskum en góðar líka úr frystinum. Muna bara að láta þær þiðna.
¼ bolli af gulum baunum
½ tsk af sjávar salti – hafa aukalega til að setja saman við rasp
½ bolli af glutenlausu hveiti – nota má hríshveiti eða kjúklingabauna hveiti.
1 msk af kókóshveiti
Salt
Blanda þessu öllu saman í skál.
½ bolli af sólblómafræjum – láta liggja í vatni í a.m.k klukkutíma
½ bolli af vatni
¼ bolli af tahini mauki
1 hvítlauksgeiri
2 msk af ferskum lime safa
½ af steinselju laufum
¼ tsk af Cayenne pipar
½ tsk af sjávarsalti
Hvernig er best að búa til klattana:
Fyrst að sjóða kartöflur í um 20 mínútur. Á meðan þær sjóða þá er gott að græja grænmetið. Létt steikið laukinn, hvítlauk og engifer. Bætið svo cumin, turmerik, steinselju, gulrótu, baunum, korni og salti og látið eldast saman þar til grænmetið er mjúkt. Hellið af kartöflum og skolið þær með köldu vatni, leyfið þeim líka að kólna aðeins áður en þær eru stappaðar.
Blandið svo grænmetisblöndunni saman við stöppuðu kartöflurnar og mótið klatta. Best er að gera kúlur og pressa svo ofan á þær. Veltið upp úr glútenlausu raspi, berið olíu á klattana og bakið í ofni.
Oftast eru þessir klattar steiktir á pönnu svo það má einnig gera það. Þitt er valið.
Hellið af sólblómafræjum. Setjið þau í blandara ásamt vatni, tahini, hvítlauk, lime safa, steinseljunni, cayenne pipar og salti.
Látið á mesta hraða og leyfið að blandast mjög vel saman.
Þessi sósa geymist í ísskáp í um 5 daga í lokuðu íláti.
Svo er bara að bera þetta fram. Klattar, sósa og ferskt salat.