Ef þú veist ekki hvað Döðluplóma er (Persimmon) að þá getur þú kynnt þér málið HÉR.
Samkvæmt rannsók sem gerð var til að athuga hver munurinn á eplum og döðluplómum væri, þá var þetta niðurstaðan: döðluplómur inni halda hærra magn en epli, af trefjum og andoxunarefnum ásamt kalíum, magnesíum og járni, svona til að nefna fáein vítamín og steinefni.
Afhverju erum við þá ekki öll að raða í okkur döðluplómum? Ástæðan er sennilega sú að það er ekki hægt að fá döðluplómur allsstaðar í heiminum. Á tímabilinu nóvember til febrúar má finna þær á austur og vestur strönd Bandaríkjanna.
Ég hef séð þær í Kosti og Hagkaup.
Afar margir hafa ekki hugmynd um hversu einfaldar og dásamlegar þær eru að borða.
Ég sá þessa girnilegu uppskrift af næringaríkum morgunverði og langaði að deila með ykkur.
Hráefni:
- 2 litlar döðluplómur (þessar sem líta út eins og tómatar)
- 1 tsk kókós olía
- 1 tsk kanill
- 1 tsk balsamic vinegar
Hafragrauturinn:
- hálfur bolli hafrar
- 1 bolli vatn
- 1/3 bolli möndlumjólk
- 1 tsk kanill
- 1 til 2 dropar af Stevia
- 1 msk hemp fræ (eða fræ að eigin vali)
Matreiðslan:
Settu hálfan bolla af höfrum saman við 1 bolla af vatni og eldaðu í örbylgjuofni í 7 mínútur og hrærðu saman, láttu eldast í aðrar 2 mínútur. Má einnig elda á eldavél í potti í 15 mínútur á meðal hita og hræra stöku sinnum.
Bættu svo 1/3 bolla af möndlumjólkinni, 1 tsk af kanil og dropa af Stevia og hrærðu saman við.
Skerðu döðluplómurnar í litla bita.
Settu 1 tsk af kókósolíu á pönnu á meðal hita.
Bættu döðluplómunum saman við ásamt balsamic vinegar og kanil. Má bæta við meiri kanil eftir smekk.
Látið malla í 3 til 4 mínútur og snúði bitunum við og eldið í aðrar 3 til 4 mínútur. Slökktu á hitanum.
Bættu hemp fræjum eða fræjum að eigin vali ofan á hafragrautinn og síðast en ekki síst, settu döðluplómubitana ofan á toppinn.
Þetta er afar sætt og gott á bragðið án þess að nokkur sykur komi hér nálægt.
Njótið!