10 Mismunandi morgungrautar |
Ég er löngu kolfallinn fyrir chia-kínóa-hamp-ávaxta-hnetu morgungrautnum og útfæri hann yfirleitt á hverjum morgni í einhverri mynd, allt eftir því hvað er til hverju sinni. Ég myndi deyja úr leiðindum ef ég myndi borða sama morgunmatinn dag eftir dag, ár eftir ár alla daga.... ÚFF ! Um að gera að hafa svolitla fjölbreytni í þessu.... samt eru þetta bara köldu grautarnir. Það er margt annað hægt að borða í morgunmat, hristinga, egg og múslí og margt fleira.
Þetta gefur ykkur vonandi einhverjar hugmyndir hvað er hægt að gera.
1. Súkkulaðisæla, Kínóa - hamp - chia í möndlumjólk, kakó og örlítil stevía, skreytt með mórberjum, brasilíuhnetum og kakónibbum.
2. Súkkulaði chia grautur með jarðaberjum og mórberjum.
Sami grautur með bönunum og kakónibbum:
3. Chia fræ, vatn, bláber, skreytt með valhnetum og kókosflögum.
4. Chia fræ og hampfræ ásamt vatni, kakói og örlítilli stevíu. Perur, valhnetur og mórber út á.
5. Berja Chia grautur: jarðaber, bláber, vatn og nokkrir dropar af stevíu er grunnurinn. Chia fræ og hampfræ sett út í og látið þykkna. Ofan á: Nektarínur, peckan hnetur og mórber.
6. Bleikur chia grautur: Jarðaber, möndlumjólk (eða kókosmjólk, útþynnt), nokkrir dropar af stevíu. Chia fræ og hampfræ sett út í og látið þykkna. Ofan á: mangó, epli, pekan hnetur og brasilíuhnetur.
7. Hamp chia grautur, ofan á: mórber, kakónibbur og goji ber.
8. Morgungrautur með kanil og eplum, skreytt með móberjum.
9. Súkkulaði chia búðingur skreyttur með perum og kakónibbum.
10. Chia fræ sett út í möndlumjólk og látið þykkna, bragðbætt með hindberjum, bláberjum og eplum. Set stundum örfáa dropa áf stevíu fyrir smá tilbreytingu. Toppað með pekan hnetum.
Nú væri gaman að vita hver er ykkar uppáhalds útgáfa ?
Kveðja,
Oddrún - www.heilsumamman.com