Að gera sína eigin möndlumjólk er alveg ótrúlega einfalt. Það sem þarf að gera er að vera búin að skipuleggja sig aðeins og leggja möndlur í bleyti. Fínt að setja þær í bleyti kvöldinu áður og gera svo mjólkina næsta morgun. Nú ef ekki gefst tími um morguninn þá er hægt að gera mjólkina kvöldinu áður.
Innihald:
- 1 bolli möndlur með hýðinu
- Vatn þegar möndlurnar eru settar í bleyti
- 3 bollar af vatni þegar mjólkin er blönduð
- Hægt er að bæta við t.d. 2-3 döðlum til að hafa mjólkina sætari ef vill.
Aðferð:
- Möndlurnar settar í bleyti. Settar í skál og vatninu hellt yfir – þannig að þær séu á kafi.
- Daginn eftir eru möndlurnar skolaðar og þvínæst settar í öflugan blender.
- 3 bollum af vatni er bætt við.
- Blandað
- Síupoka (einnig hægt að nota viskustykki) er komið fyrir í skál.
- Möndlumjólkinni er hellt úr blandaranum yfir í síupokann.
- Látið leka úr og kreist svo varlega til að ná sem mestum vökva úr pokanum.
- Hellt yfir í flösku og geymt í kæli.
- Möndlumjólkin geymist í 2-3 daga.
- Það er nauðsynlegt að hrista flöskuna fyrir notkun.
Geymið endilega möndluhratið í loftþéttu boxi því það er margt hægt að gera úr hratinu.
Ég bý til mjólk á 2-3 daga fresti, safna öllu hratinu og bý svo til eitthvað úr því um helgar.
Gangi þér vel!
Heilsukveðja,
Ásthildur Björns
Hjúkrunarfræðingur B.Sc
Heilsumarkþjálfi
ÍAK-einkaþjálfari
www.maturmillimala.com