Fara í efni

Heimalagaðar Mexíkanskar heilhveiti- Tortillur með linsubauna „chili con lentejas“

Þetta er einn af mínum uppáhalds!! Reyndar nota ég nautahakk venjulega , enn ég hef prófað mig áfram með linsubaunum og það svínvirkar, ef ekki betra ! mér finnst líka svo gaman að laga mínar eigin tortillur, enn auðvitað er hægt að kaupa bara tilbúnar og létta verkið, enn ég læt samt uppskrift af heimalöguðum tortillum fylgja með (ástæðan að ég nota linsur er bara af því að þær eru svo líkar nautahakki, enn sjálfsögðu er hægt að nota hvaða baunir sem er)
Tortillur
Tortillur

Heimalagaðar Mexíkanskar heilhveiti- Tortillur með linsubauna „chili con lentejas“

Aðalréttur fyrir 4
Heilhveiti- Tortillur: ( þetta verða ca. 8 pönnukökur í stærð 12“)
2 dl Heitt vatn
4 dl Heilhveiti
1 msk Isíó 4 olía
Smá salt
 


Aðferð:
Setjið allt saman í hrærivél og hnoðið þar til að festist ekki lengur við skálina (gæti þurft smá meira hveiti) þá er deiginu skipt niður í 10 kúlur (pönnukökur) og rakur klútur settur yfir. Þá er hver kúla rúlluð út á hveiti stráðu borði eins þunnt og hægt er. Steikið hverja pönnuköku fyrir sig á hvorri hlið á vel heitri og þurri pönnu í ca. 1-2 mín á hvorri hlið, eða þar til litlir brenndir punktar sjást hér og þar á pönnukökunum. Geymið pönnukökurnar undir rökum klút og í plast, þá haldast þær mjúkar og flottar. Síðan hægt að hita upp í ofni eða á pönnu fyrir notkun.   

 

Chili con Lentejas:
300 g Linsubaunir (lagðar í bleyti samkvæmt leiðbeiningum)
1 stk Laukur (fínt saxaður)
1 meðalstór gulrót 70 g (fínt söxuð)
1 msk Hvítlauksolía
200g niðursoðnir tómatar saxaðir (helst lífrænt ræktaða)
1 msk tómatmauk (púrra)
1 tsk paprikuduft
1 pakki Tacos seasoning
5 dl vatn
10 g grænmetiskraftur (einn teningur)

Aðferð:
Léttsteikið laukinn og gulræturnar í smá olíu í djúpri pönnu eða potti, bætið linsubaununum útí laukinn ásamt Tacos kryddinu og paprikunni hrærið smástund í og bætið hvítlauksolíunni,tómatunum, vatninu og grænmetiskraftinum útí, sjóðið við vægan hita í ca. 40 mínútur (hrærið reglulega í) eða þar til að þetta lítur út einsog þykk „kássa“ og að baunirnar eru örugglega soðnar þ.e.a.s mjúkar og vel brotnar.

Borið fram með brúnum hrísgrjónum, fersku salati, salsa-sósu, sýrðum rjóma og rifnum osti