Fara í efni

Himnesk hrærð egg a la Gordon Ramsay

Hann er þekktur fyrir að brúka munn, en maðurinn kann að elda mat það er sko víst.
Himnesk hrærð egg a la Gordon Ramsay

Hann er þekktur fyrir að brúka munn, en maðurinn kann að elda mat það er sko víst.

Þessa himnesku uppskrift frá honum er sko vert að prufa.

Uppskrift er fyrir þrjá.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

6 stór egg

3 msk af smjöri – köldu

2 msk af crème fraiche

Ferskt sjávar salt og pipar

3 graslaukar, saxaðir

3 sneiðar af grófu dökku brauði –hann notaði súrdeigsbrauð

Leiðbeiningar:

Brjótið eggin á kaldri þungri pönnu sem hefur verið stillt á lægsta hita sem mögulegur er og bætið helming af smjörinu saman við.

Notið spaða, hrærið eggin til að blanda saman rauðu og hvítu.

Þegar blandan byrjar að setjast á pönnunni þá skaltu bæta restinni af smjörinu. Það tekur eggin um 4-5 mín. að eldast.

Þau eiga að vera mjúk og örlítið kekkjótt.

Alls ekki láta þau verða of heit …hrærðu í þeim á pönnunni og taktu svo pönnu af eldavél.

Ristaðu nú brauðið – hér var notað súrdeigsbrauð.

Bættu nú við crème fraiche og kryddaðu eggin á síðustu mínútu, klipptu svo graslaukinn yfir.

Skelltu ristaða brauðinu á heita diska og settu eggin ofan á og berðu fram strax.

Njótið vel!