Jæja þá eru jólin að skella á.
Er ekki snild bara að skella í svona ljúfengt jólatré :)
Aðeins smá mótvægi við allt konfektið .
Snild að eiga þetta til á aðfangadagskvöld með pökkunum.
Aðferð.
Eitt stórt epli.
En stór gulrót.
Skera flatan botn á eplið.
Gera gat í miðjuna fyrir gulrótna .
Stinga svo helling af tannstönglum hingað og þangað í eplið og gulrótina.
Síðan bara raða þeim ávöxtum sem hentar.
Égvar með :
Jarðaber
Kivi
Vínber
Bláber
Melónu
Rifsber
Og raðaði smá steinselju neðst við botninn :)
Ekki hægt að hafa neinn móral yfir þessu tré :)