Hef gert þessi einföldu, fljótlegu og bragðgóðu kanilmuffins mjög oft og alltaf klárast þau ótrúlega fljótt. Frábær sem sparimillimál.
Kanilsósan
Innihald:
2 msk agave sýróp
1 msk kanill
1 msk kókosolía
Aðferð:
Allt hrært saman og sett til hliðar
Muffins
Innihald:
1 bolli möndlumjöl
2 msk kókosmjöl
½ tsk vínsteinslyftiduft
1-2 tsk kanill
¼ tsk sjávarsalt
¼ bolli kókosolía
¼ bolli agave sýróp
3 egg
1 msk vanilludropar
Aðferð:
- Þurrefnunum blandað saman
- Olíu, agave, eggjum og vanillu blandað saman í aðra skál
- Öllu blandað saman
- Sett í form u.þ.b. ¼ - ½ í hvert og eitt – gott að nota sílikonform
- Kanilsósunni dreift yfir muffinsin með teskeið
- Bakað við 8 – 12 mín við 180°C
- 8 – 12 stk.
Njótið!