Ég er mjög hrifin af matargerð sem hægt er að geyma og hita upp.
Og að það sé hægt að nota matinn í allskonar.
Bæta og breyta jafnvel einum rétt í eitthvað allt annað.
Við höfum ekki alltaf tíma í matargerðina svo flott að ganga að hollustunni.
Ég á yfirleitt til í isskáp soðið Kínóa.
Og er mjög hrifin af þeirri fæðu.
Þetta er örsmá fræ full af gleði og hollustu.
Á laugardaginn leit ég inn í ísskáp.
Var á hraðferð gleðigangan að skella á og mig vantaði glaðan fallegan mat.
Skar niður grænmeti
Sveppi
Papriku
Rauðlauk
Vorlauk
Gulrætur
Kúrbít
Og steikti á pönnu.
Kryddaði með Maldon salti og pipar.
Á annari pönnu grill pönnu í þetta skiptið skelti ég smá smjöri, hvítlauk og chllí.
Og steikti hörpudiskinn .
Það þarf bara rétt að steikja þennan dásamlega fisk.
Og með ísl. smjöri sælgæti og nokkrum kornum af Maldon salti.
En ég nota sparlega :)
Þá skelti ég grænmetinu með og soðnu Kínóa.
Hræra þessu öllu varlega saman.
Sumir vilja nota smá Tamara sósu með .
En mér finnst best að nota hana bara eftir á.
Þetta tekur nú bara smá stund að græja.
Og var ég komin með góðan dall fullan af gleði inn í ísskáp eftir þessa reddingu.
Næstu tvö hádegi á eftir átti ég svo til reddý mat.
Fyrri daginn hitaði ég disk fullum af þessu nammi í örbylgju.
Bætti svo við þurrsteiktum möndlum frá Sólgæti saman við.
Og fékk mér eina góða brauðsneið..nýbakað :)
Seinni dagurinn semsagt í dag .
Hitaði ég restina upp á pönnu og yddaði helling af kúrbít saman við og hitaði örstutt.
Kúrbítsnúðlurnar þurfa ekki mikla eldun.
Bara rétt að hræra saman við heitan réttinn.
Því annars verða núðlurnar linar og hálf soðnar.
Með þessu fékk ég mér stór kálblöð vel græn :)
Og steiktar möndlur með avacado stöppu.
Já hollustan má ekki vera mikið vesen.
Og fínt að elda þannig að maður geti gengið að þessu góða án lítilla fyrirhafnar.
Ég er mjög á móti matarsóun svo mæli ekki með að fólk eldi stórt ef það veit að maturinn mun ekki verða nýttur.
Svo spá aðeins fram í tímann og plana sitt.
Mér finnst alveg ómissandi að eiga til grænmetis yddara.
Fékk minn á http://www.amazon.co.uk og leitaði undir „Veggetti“ spiral cutter.
Margir hafa verið að panta í gegnum Alibabaexpress og eins Ebay.
Ég veit líka að það fást yddarar allavega í Kokku á Laugarveginum.
Nota þetta litla góða tæki daglega.
Njótið dagsins.