Hádegið.
Ég er voðalega hrifin af Kúrbít.
Hægt að nota hann á ýmsa vegu.
Flottur sem núðlur, góður grillaður, steiktur, notaður í rétti og bakstur
Fékk mér steiktan Kúrbít með chilly salti og smá cayenepipar.
Rífur vel í svo fyrir þá sem ekki vilja sterkan mat nota bara salt og pipar tildæmis.
Svo er það góða kjötsósan frá því í gær. Svo fínt að eiga til tilbúin mat að grípa í þegar að tíminn er naumur.
Svo ég elda yfirleitt aðeins ríflega.
Geymi þá annað hvort í ísskáp eða frysti.
Smá vorlaukur og niðurskorið Avacado sem er æði með kjötsósunni
Lófafylli af Sollu Spelt Pasta.
Ekkert mál þetta hádegið :)