Fara í efni

Mixaðar grænmetis ræmur – gott fyrir börnin

Uppskrift er fyrir 6.
Mjög sniðugt handa krökkum
Mjög sniðugt handa krökkum

Uppskrift er fyrir 6.

Hugsaðu þér sunnudagseftirmiðdag….. fullt af afgöngum í ísskápnum og þú ert að spá “ hvað get ég gert við þessa afganga”.

En ég er hérna með frábæra lausn. Ef þú átt grænmetis afganga í ísskápnum, búðu þá til græmetisræmur, þær eru svo góðar og þá sérstaklega fyrir börnin.

Passaðu þig bara þegar þú býrð þetta til, ekki nota of mikinn hita né olíu.

Hráefni:

Gulrætur

Laukur

Kartöflur

Kúrbítur

Maískorn

Sætar kartöflur

Baunir

Grasker

Nípur

Tips: kreistu safa út grænmetinu áður en þú bætir því saman við eggjahræruna.

Og annað, ef þú ætlar að nota grasker þá skaltu steikja það stutt á hvorri hlið því það er ekki bragðgott hrátt.

Hráefni í eggjahræru:

1 egg

2 msk hveiti

2 msk ólífu olía – til að steikja grænmetið

2 bollar af grænmeti – skorði í mjóar lengjur – og þú mátt nota hvaða grænmeti sem er.

Leiðbeiningar:

Þú byrjar á því að blanda saman grænmetinu, hveiti og eggi í skál.

Hitaðu olíuna á Teflon pönnu og þegar olían er ofðin hæfinlega heit þá skaltu setja matskeið af greinmetinsblöndunni á pönnuna, reyndu að ná sem flestum “bökum” úr blöndunni.

Flettu út hvert og eitt stykki fyrir sig með því að nota steikingarspaða.

Látið eldast í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða þar til þetta er orðið gyllt og krispí.

Þegar þú tekur grænmetis ræmurnar af pönnunni, settu þá á pappír og þerraðu olíuna af.

Þetta er frábær leið til að fá börn til að borða grænmeti.

Njótið~

Sendið okkur mynd á Instagram #heilsutorg