Fara í efni

Morgunverður – Ítölsk omiletta með ricotta osti og blönduðu grænmeti – tilvalinn ef gestagangur er á heimilinu

Þessi er ríkur af próteini sem er mikilvægt í morgunverðinn. Að borða næringaríkan og próteinríkan morgunverð heldur þér frá sífelldu narti fram að hádegi.
Morgunverður – Ítölsk omiletta með ricotta osti og blönduðu grænmeti – tilvalinn ef gestagangur er á…

Þessi er ríkur af próteini sem er mikilvægt í morgunverðinn. Að borða næringaríkan og próteinríkan morgunverð heldur þér frá sífelldu narti fram að hádegi.

Það tekur um 15 mínútur að undirbúa þennan rétt og um 40 mínútur að elda hann.

Þessi morgunverður er alveg tilvalinn ef þú átt stóra fjölskyldu, ert með gesti eða hefur boðið vinum yfir í morgunverð því uppskrift er fyrir 8 manns.

 

 

 

 

Hráefni:

1/3 bolli plús 2 msk af ólífuolíu eða kókósolíu – ekki blanda saman

1 meðal stór rauðlaukur – fínt saxaður

Klípa af rauðum piparflögum

500 gr af blönduðu grænu grænmeti, eins og t.d grænkál, brokkólí og þínu uppáhalds grænu.

10 stór egg

2 msk af ferskum rifnum parmesanosti

½ tsk af salti

½ + 1/8 tsk af ferskum svörtum pipar – halda sér

1 msk af rauðvínsediki

225 gr af ricotta osti

1 bolli af fersku basil

¾ bolli af ferskri steinselju

¼ bolli af ferskri myntu

1 hvítlauksgeiri – fínt saxaður

1 msk af furuhnetum

Undirbúningur og leiðbeiningar:

  1. Hitið ofninn í 220 gráður.
  2. Á stóra járnpönnu skal setja 1 msk af olíunni og hafa meðal háan hita. Bætið nú við lauknum og hrærið af og til þar til laukur er orðinn mjúkur – tekur um 4 mínútur. Bætið nú við piparflögum og helming af græna grænmetinu og látið eldast þar til það er örlítið krispí – tekur um 5 mínútur. Setjið eldaða grænmetið til hliðar. Endurtakið með rest af græna grænmetinu. Kælið það aðeins og notið pappír til að þurrka af því olíu, setjið svo í skál. Þurrkið nú pönnuna með eldhúspappír og setjið til hliðar.
  3. Taktu stóra skál og hrærðu saman öllum eggjunum, parmesan osti og ¼ tsk af bæði salt og pipar. Settu hræruna í skál með grænmetinu, rauðvínsediki, ricotta og 1/8 tsk af pipar og hrærið þessu saman. Setjið svo ricotta ostinn saman við.
  4. Á pönnuna skal nú setja 1 msk af olíu á meðal hita. Helltu eggjablöndunni á pönnuna og láttu eldast þar til hliðar á eggjablöndu eru elduð í gegn – tekur um 8 mínútur. Nú setur þú pönnuna inn í ofninn sem á að vera orðinn heitur og lætur þessa dásamlegu omilettu bakast í um 15 mínútur.
  5. Pestóið:  blandið saman basil,steinselju,myntu,hvítlauk og furuhnetum í matarvinnsluvél og látið á góðan hraða þar til þetta er orðið eins og mauk. Á meðan matarvinnsluvélin er í gangi á hægum hraða bætið þá saman við 1/3 bolla af olíunni og kryddið með ¼ tsk af bæði salt og pipar.
  6. takið nú omilettuna úr ofninum og skellið á fallegan stóran disk. Skerið í 8 sneiðar og berið fram með pestó.

Njótið vel!