Kryddaðu upp á hina hefðbundnu morgunverðar samloku með því að nota grænkál eða þitt uppáhalds græna grænmeti.
Kryddaðu upp á hina hefðbundnu morgunverðar samloku með því að nota grænkál eða þitt uppáhalds græna grænmeti.
Undirbúningstími eru um 15 mínútur, eldunartími eru um 25 mínútur og uppskrift er fyrir 4 samlokur.
Hráefni:
4 sneiðar af beikoni – skornar í þunnar ræmur
1 meðal stór gulur laukur, skorin í tvennt og í þunnar sneiðar
6 fullir bollar af grænkáli
Pipar
2 msk af olíu að eigin vali
4 stór egg
4 grófar enskar múffur eða gróft brauð – ristað
½ hvítlauksgeiri
Leiðbeiningar:
- Taktu stóra járnpönnu og eldaðu beikonið á meðal hita, muna að snúa lengjum við og elda þar til beikon er krispí og brúnað – tekur um 8 – 10 mínútur. Þegar þú tekur beikonið af pönnunni mundu þá að þetta fitu í burtu. Helltu nú fitunni af pönnu, öllu nema 1 ½ tsk og skelltu lauknum saman við. Settu lokið á og eldið á meðal hita, hrærið öðru hvoru, þar til laukur er mjúkur – tekur um 5 mínútur, þá tekur þú lokið af og lætur hann malla þar til hann er létt gylltur. Skelltu núna grænkálinu saman við ásamt pipar eftir smekk. Settu smá vatn á pönnuna og eldaðu undir loki á meðal hita og hrærðu öðru hvoru. Grænkálið á að vera mjúkt en ekki krispí eftir eldun – þetta tekur um 5 mínútur. Bætið nú beikoninu á pönnuna.
- Í stóra pönnu setjið nú 1 tsk af olíu á meðal hita. Setjið eggin á og lok yfir og eldið í um 2 mínútur. Snúið eggjum við og eldið í um 10 til 30 sek í viðbót, fer eftir því hversu vökva kennd eggin eru.
- Ristið nú ensku múffurnar ykkar eða brauðið með því sem eftir er af olíunni og nuddið á hvítlaukum. Setjið grænmetið á helming af ensku múffunni eða aðra brauðsneiðina og skellið eggi ofan á. Lokið samlokinni og berið fram heitt.
Ps: oft er nóg að nota bara helming af enskri múffu eða eina brauðsneið.
Njótið vel !