Fara í efni

Núðlusúpa sem fer alla leið

Þessi er alveg ljómandi.is
þessi er glútinlaus og ljómandi
þessi er glútinlaus og ljómandi

Innihald: / 1 msk kókosolía eða ghee / 1 msk rifin engiferrót / 3 hvítlauksgeirar / 1/2rautt chili / 2-3 stórar gulrætur / 1 1/2 líter vatn / 2 msk grænmetiskraftur / 1 tsk túrmerik / 1/2 tsk kóríander / 1 msk tamarisósa / 2 tsk sesamolía / 1 msk hlynsíróp / 1 lítill hvítkálshaus / 375 gr núðlur (jafnvel glútenlausar) eða hrísgrjónanúðlur.

 

 

  1. Setjið kókosolíu í pott.
  2. Rífið niður engiferrót og hvítlauk, saxið chili smátt og skerið gulræturnar í litla bita og leyfið að malla smá stund.
  3. Bætið vatninu út í ásamt kryddinu og leyfið suðunni að koma upp.
  4. Sjóðið pastað í öðrum potti samkvæmt leiðbeiningum og setjið svo í skál þegar tilbúið.
  5. Rífið hvítkálið niður í litla bita í höndunum og setjið í súpupottinn ca. 5 mínútum áður en súpan er tilbúin því það á bara rétt að mýkjast.
  6. Súpan fer svo á diskinn og núðlurnar út í í því magni sem þú vilt.

Hugmyndin að þessari súpu kemur frá Elínu vinkonu minni sem er snillingur í eldhúsinu og bakarameistari af guðsnáð. Ég heimsótti hana um daginn þegar hún var að elda núðlusúpu og lyktin í húsinu hennar var svo dásamleg svo ég fór að kíkja í pottana hennar. Hún setti hvítkál út í súpuna og ég gat bara ekki hætt að hugsa um þessa súpu, mér finnst soðið hvítkál svo gott. Hver man ekki eftir kálbögglum í gamla daga? Krakkarnir mínir biðja ömmu sína reglulega um að gera þá handa sér. Þau eru með risa matarást á Hönnu ömmu. Núðlurnar í súpunni þurfa alls ekki að vera glútenlausar og Elín notaði hrísgrjónanúðlur sem hún sauð í ca. 2 mínútur í örðum potti en þá er hægt að ráða hversu mikið af núðlum fer á súpudiskinn þinn. Súper einföld súpa sem er holl, bragðgóð og fljótleg.

IMG_0968_2

 Höfundur: Valdís Sigurgeirsdóttir , Ef þú vilt hafa samband við mig er netfangið mitt: valdis@ljomandi.is

 

Ljomandi-bordi_3