Uppskrift er fyrir 12 skammta.
2 meðal stór Eggaldin
Góð ólífuolía
Blanda af osti
850 gr af ricotta osti
115 gr af rifnum parmesan osti
2 eggjarauður
2 hvítlauksgeirar
2 tsk af maukuðum ferskum hvítlauk
½ tsk af fersku salti
½ tsk af ferskum svörtum pipar
Ítalskt krydd
https://kicking-carbs.com/keto-meat-sauce/
Þessi sósa fer einstaklega vel með lasagne eins og þessu og mörgum öðrum lágkolvetna réttum.
2 msk af extra virgin ólífuolíu
2 msk af íslensku smjöri
½ olli af söxuðum lauk
1 stilkur af sellerí – saxaður
1 tsk af mörðum hvítlauk
1 tsk af ítölsku kryddi
¼ tsk af muldum rauðum pipar flögum
1 msk af tómatkrafti
450 gr af hakki
800 gr af tómötum, heilir og kramdir í höndunum
½ bolli af parmesan osti
1 tsk af fersku salti
½ tsk af ferskum pipar
Hitið olíu og smjör saman yfir meðal hita eða þar til smjör er bráðið og freyðir ekki lengur.
Bætið í lauk, sellerí og hvítlauk og látið eldast í 5 mínútur, hrærið reglulega.
Dreifið ítalska kryddinu jafnt yfir og bætið tómatkrafti saman við og látið eldast í um 1 mínútu.
Bætið nú hakki saman við og látið eldast þar til hakk er eldað í gegn, tekur um 10 mínútur.
Bætið tómötum saman við og látið suðuna koma upp.
Lækkið hita í suðu og leyfið að sjóða í 40 mínútur, hrærið af og til.
Bætið svo í restina, parmesan, salti og pipar saman við.
Látið eldast þar til ostur er bráðinn.
115 gr af ferskum mozzarella osti
55 gr af ferskum parmesan osti
Forhitið ofninn í 210 gráður.
Hyljið tvær plötur með smjörpappír.
Fjarlægið hýði af eggaldin, skerið í sneiðar sem eru um rúmur hálfur cm á þykkt.
Saltið og látið renna af þeim á viskastykki í um 30 mínútur.
Þerrið.
Setjið eggaldin sneiðar á plötur og hellið vel af ólífuolíunni yfir allar sneiðarnar.
Ristið eggaldin sneiðar í um 25 mínútur.
Lækkið hitann í 180 gráður.
Takið skál og hrærið saman ricotta, parmesan, eggjarauðum, hvítlauk, ítölsku kryddi, salti og pipar saman.
Takið ½ bolla af keto sósunni og berið í botninn á eldföstu móti.
Raðið eggaldin sneiðum yfir sósu. Setjið ostablöndu yfir og svo meiri sósu. Endurtakið þetta þar til allt er komið.
Setjið í ofninn og bakið í hálftíma undir álpappír.
Takið álpappír af og dreifið mozzarella og parmesan yfir og látið ristast í 10 mínútur eða svo. Ostur á að mynda loftbólur.
Berið fram með fersku salati.