Gott að eiga til að grípa í þegar svengdin læðir að þér.
Hér er ein uppskrift orku stöng sem er stútfull af hollustu, enda eru trefjar, hnetur og þurrkaðir ávextir komin saman fyrir þig.
Það má líka prufa að gera þessa uppskrift með þurrkuðum berjum.
Þessar litu orku stangir eru fullkomnar til að taka með þér á morgnana ef þú hefur ekki tíma til að setjast niður og snæða morgunverð.
Hráefni
- 1 ½ bolli venjulegir hafrar
- 1 bolli t.d All Bran eða álíka morgunkorn (um að gera ath sykurmagn áður)
- 1 bolli af ristuðum og söxuðum valhnetum
- 1 bolli þurrkaðar og saxaðir bananaflögur
- ½ bolli þurrkaður og saxaður ananas
- ½ bolli af kókosflögum
- ½ bolli hveitiklíð
- ½ tsk salt
- ¼ bolli púðursykur (vel þjappaður niður í málið)
- ¼ bolli hunang
- 2 msk létt síróp
- 2 msk ólívu olía
- 1 tsk vanillu extract
- Eggjahvíta úr 2 stórum eggjum
Aðferð
Hitið ofninn í 150° Setjið saman öll þurrefnin saman í skál, nema púðursykrinum og blandið vel saman. Hitið saman í örbylgjuofni púðursykur, hunangi, ólívu olíunni, sýrópi og vanillu extract í eina mínútu á HIGH. Setjið heita vökvann yfir þurrefnin og blandið vel saman við. Þeytið eggjahvíturnar vel og blandið vel saman við hafrana og ávextina. Leggið smjör/bökunarpappír í 22cm form, smyrjið það aðeins. Pressið blöndunni vel í formið og bakið í 50 mínútur eða þar til að það er kominn falllegur brúnn litur á stangirnar. Látíð kolna vel eða í 45 mínútur og skerið svo í hæfilega stangir sem henta þér.