1 bolli blómkál
3 bollar mozzarella
1 tsk oregano
½ tsk hvítlaukssalt
1 tsk marin hvítlaukur
1 egg
Ólífuolía
Ólífur
Þistilhjörtu
Sólþurrkaðir tómatar
(um að gera nota sitt uppáhalds hráefni þegar kemur að pizzu)
Takið blómkálshaus og setjið í matvinnsluvél, vinnið vel þar til að blómkálið verður líkast grófu hveiti.
Setjið í eldfastmót/skál og setjið í örbylgjuofn í 8 mínútur.
Setjið saman í skál, blómkál, 1 ½ bolla af mozzarella, oregano, hvítlaukssalt, marin hvítlauk og egg. Vinnið saman með sleif.
Takið bökunarplötu eða sílikonmottu. Setjið Pam olíu sprey ef þið notist við bökunarplötu og spreyið vel plötuna.
Setjið deigið á og mótið í sirka 9 tommu pizzu stærð, penslið yfir með ólívuolíu. Bakið i 15 mínútur á 200°
(Ofnar eru mismunandi og gæti því þurft minni hita, fylgist vel með að botninn brenni ekki)
Takið nú pizza botninn og byrjið á að setja restina af mozzarella ostinum yfir og raðið sólþurrkuðum tómötum, ólífum og þistilhjörtum á botninn og setjið undir grillið í ofn í 3 – 4 mínútur eða þar til að osturinn er bráðnaður.
Höfundur Laura Arnold
Tengt efni: