Innihaldsefni:
1 sæt kartöfla
Svolítil sletta af ólífuolíu
Salt & Pipar
Aðferð:
Uppskriftin er í sjálfu sér ekki flókin, en þetta er þó frekar tímafrekt verkefni. Að minnsta kosti fyrir þá sem eru svipað smámunasamir og ég. Þess vegna er þetta tilvalið dund á sunnudegi. Fyrsta skrefið er að skera sætu kartöfluna. Þetta er hægt að gera í matvinnsluvél, með ostaskerara, með hníf eða með hvers konar undratæki sem þið lumið á. Sjálf notaði ég fínu, fínu matvinnsluvélina mína (takk, mamma og pabbi) og sneiddi kartöfluna á no-time. Það ber að taka fram að það má afhýða kartöfluna. Það má líka hafa hýðið á, ef þið viljið. Ég tók það af. Þegar kartaflan hefur verið sneidd er ólífuolíu skvett ofan í skálina ásamt dass af salti og pipar og kartöflunni velt svolítið.
Þá byrjar tricky parturinn. Eða svona næstum því. Þó hann sé voðalega einfaldur. Kartöflusneiðunum er raðað einni af annari á bökunarpappír, á bökunarplötu. Það má raða þeim þétt, en ekki ofan á hverja aðra. Platan er þá sett í ofn. Ég bakaði kartöflurnar með eftirfarandi hætti og það kom ekki ein einasta sneið brennd út úr ofninum: