Það verður að segjast að þegar minnst er á avókado þá hugsar maður frekar um guacamole en súkkulaðibúðing.
Það verður að segjast að þegar minnst er á avókado þá hugsar maður frekar um guacamole en súkkulaðibúðing.
Þetta er mjög auðveld uppskrift og hreint út sagt alveg dásamleg.
Við mælium með að þú prufir hana og ekki nefna það strax að þetta sé gert úr avókado, leyfðu gestum eða fjölskyldunni að giska.
Hér er hollur og góður eftirréttur.
Hráefni:
- 3 vel þroskuð avókado
- 1/4 bolli af kókósmjólk
- 4 msk kakó
- 3 msk hunang
- 2 tsk vanillu dropar
- 1/8 tsk salt
- Gott er að setja 50gr af 72% dökku súkkulaði og bræða með í þessa uppskrift.
Aðferð:
Takið avókado úr skinninu og setjið í matvinnsluvél, blandið vel eða þar til að það er orðið vel mjúkt. Setjið restina af hráefninu saman við og blandið vel. Gott er að taka úr hliðunum á skálinni til að passa uppá að það séu ekki avókado klumpar eftir. Blandið áfram í 1-2 mínútur. Smakkið ykkur áfram ef ykkur finnst vanta frekari sætt bragð. Setjið í ísskápinn í 1 klukkustund áður en þetta er borið fram. Gott er að hafa þeyttan rjóma með þessu. En annars er það smekksatriði.
Fylgstu með okkur á Facebook