Uppskrift er fyrir 6 og það tekur um klukkustund að elda.
Ólífuolía eða olía að eigin vali
600 gr sætar kartöflur
4 vorlaukar
1-2 fersk chillý
6 stór egg
3 msk af kotasælu
250 gr af grófu hveiti
50 gr parmesan
1 msk af sólblómafræum
1 msk af birkifræum
Forhitið ofninn í 180°. Takið múffu járnform sem tekur 12 múffur og setjið pappírsformin ofan í. Gott er að dýfa pappír í smá olíu og strjúka létt innan í hvert form.
Afhýðið kartöflur og rífið þær niður í stóra skál. Snyrtið vorlaukinn og saxið svo fínt niður, síðan skal skera chillý afar fínt niður og bæta þessu tvennu í skálina. – geymdu helminginn af chillý til hliðar.
Brjótið eggin, bætið kotasælunni og hveiti saman við og rífið parmesan ostinn fínt niður, kryddið létt með sjávarsalti og svörtum pipar.
Hrærið nú öllu saman.
Nú skal skipta deigi jafnt á milli formanna.
Dreifið sólblómafræum og birkifræum yfir allt og restinni af chillý.
Rífið parmesan yfir hverja múffu fyrir sig, magn fer bara eftir smekk.
Þetta skal bakað neðst í ofninum í 45-50 mínútur, eða þar til múffur eru gylltar og bakaðar í gegn.
Best er að bera þessar fram volgar en einnig má geyma þær í ísskáp í 2 daga.
Njótið vel og þessi uppskrift er í boði Jamie Oliver.