1 bolli rjómi
2 matskeiðar mjúkt hnetusmjör
smá vanilludropar
1 bolli léttmjólk
1 bolli rjómi
2 bollar mjólk
3/4 bollar mjólkursúkkulaðispænir
1/4 bollar dökkur súkkulaðispænir yfir 50%
Smávegis af sjávarsalti
1/4 bolli salthnetur
Þeytið saman rjómann, hnetusmjörið og vanilludropana, kælið.
Setjið mjólkina í skaftpott með þykkum botni og látið súkkulaðispæninn bráðna saman við mjólkina sem þið hitið á VÆGUM hita, saltið.
Setjið súkkulaðið í 3-4 bolla og hnetusmjörsrjómann yfir og skreytið með salthnetum. Það má drussa smá bráðnu súkkulaði yfir ef maður er í stuði. Þetta kemur sko alveg í staðinn fyrir eftirrétt! Gleðilega aðventu!
Uppskrift af vef sykur.is