Súpa er ekki það fyrsta sem maður hugsar útí þegar agúrka er annars vegar. En eftir að hafa prufað þessa uppskrift þá er hún komin í uppáhald hjá mér. Dásamlega fersk og ekki verra að lauma smá cayenne pipar í hana eftir smekk og avókadóið gerir hana rjómalega góða.
Agúrku súpa er líka góð köld.
Súpa er ekki það fyrsta sem maður hugsar útí þegar agúrka er annars vegar.
En eftir að hafa prufað þessa uppskrift þá er hún komin í uppáhald hjá mér.
Dásamlega fersk og ekki verra að lauma smá cayenne pipar í hana eftir smekk og avókadóið gerir hana rjómalega góða.
Agúrku súpa
- 1 msk ólívu olía
- 2 hvítlauksrif
- 1 smár laukur
- 1 msk sítrónu safi
- 4 bollar af agúrku, flysjuð og skorin smátt
- 1 ½ bolli af grænmetissoði
- ½ tsk salt
- ¼ tsk pipar
- Hnífsoddur af cayenne pipar
- 1 meðalstór avókadó
- ¼ bolli af ferskri steinselju
- ½ bolli af létt jógúrt eða léttri ab mjólk
Hitaðu olíuna á meðal hita. Steiktu hvítlaukinn ásamt lauknum í 1-4 mínútur. Bættu við svo við sítrónusafanum og leyfðu því að malla saman í 1 mínútu. Bættu svo agúrkunni útí en skildu smá eftir af henni til skrauts. Grænmetissoðið, pipar, cayenne o g saltið fylgja þarna með. Láttu þetta malla aðeins saman og auktu svo hitann aðeins í 6-8 mínútur eða þar til að agúrkan er orðin meir og fín. Taktu svo súpuna og settu í blandarann ( of heitur vökvi getur sprengt glerkönnur svo farðu varlega) Bættu við avókadó og steinselju. Blandist þar til að þetta er komið með þykka og góða súpu áferð. Setjið í skálar og setið jógúrt eða ab mjólk fallega í miðjuna og skreytið með restina af agúrkunni.
Vertu með okkur á Facebook