Þessar stangir eru svo einfaldar í gerð að þú þarft í raun ekki að kaupa próteinstangir aftur. Og það sem meira er, þeim má breyta.
Þú getur skipt út hnetusmjörinu og maple sýrópi fyrir hvaða smjör sem er gert úr hnetum og fljótandi sætuefni sem er þér að skapi. Og auðvitað, nota það próteinduft sem að þú vilt.
Þessar próteinstangir henta þeim sem eru Vegan og eru glútein fríar.
3 bollar af glúteinlausum höfrum, sem að er blandað saman við glúteinlaust hveiti
1 bolli af próteindufti að eigin vali
¼ tsk sjávar salt
¼ tsk kanill
1 bolli af hnetusmjöri
1 bolli af maple sýrópi
1/3 bolli af mjólkurlausum súkklaði flögum eða t.d raw cacao nibs
Hrærðu saman hafrahveitið, próteinduftið, sjávar saltið og kanil.
Bættu svo hnetusmjörinu og maple sýrópinu við og hrærðu mjög vel. Blandan verður þykk og þurr. Bættu út í gusu af möndlumjólk ef þér finnst það nauðsynlegt.
Hrærðu núna súkkulaði flögunum saman við og blandaðu öllu vel.
Taktu núna deigið og settu það á smjörpappír og flettu það út með kökukefli.
Settu deigið á smjörpappírnum á plötu og inn í frysti í 10 mínútur, eða þangað til að deygið hefur harnað.
Takið deigið út og skerið í jafnar lengjur. Þú ættir að ná um 20 próteinstöngum úr þessari uppskrift.
Til að geyma þetta þá þarf að pakka hverri og einni stöng í plast og geyma inn í frysti í boxi sem að er loftþétt.
Njótið ~