Það er nettur tryllingur í þessum hrákúlum. Hvar hafa þær verið allt mitt líf? Endalaus unaður
Pekandjúpur frá Birnu Varðar
Birna Varðar heldur áfram að deila með okkur uppskriftum sínum og að þessu sinni er að það Hráar Pekandjúpur:
Það er nettur tryllingur í þessum hrákúlum.
Hvar hafa þær verið allt mitt líf?
Endalaus unaður.
Hráefni:
- 20 döðlur (ferskar og steinhreinsaðar)
- 100 g kasjúhnetur
- 50 g brasilíuhnetur
- 50 g ósaltaðar jarðhnetur
- 60 g rúsínur (helst ljósar)
- 60 g trönuber
- 2,5 msk kakóduft
- 2 tsk vanilludropar
Þessu er einfaldlega öllu skellt í matvinnsluvél og blandað vel saman. Hnoðað í kúlur og velt upp úr brytjuðum pistasíuhnetum! Geymist í kæli/frysti og borðist þegar löngunin brýst fram.
Birt í samstarfi við
Tengt efni: