Vika tvö er hafin í Ókeypis 14 daga áskorun að sykurleysi.
Það er ekki of seint að vera með! Þú getur smellt hér og fengið strax aðgang að uppskriftum vikunnar ásamt innkaupalista og fleiri ráðum til að vinna bug á sykurpúkanum.
Nú er þitt tækifæri að segja skilið við sykurpúkann og sjá hversu einfalt og og gott það getur verið.
Fátt er meira svekkjandi en að hefja átak og vera dugleg að forðast nammi en uppgötva svo að sykur var falinn í matnum þínum í staðinn. Hér eru því nokkur atriði sem ég vona að hjálpi þér að velja betur.
Algengar vörur sem innihalda falinn sykur eru til dæmis salatsósur, mjólkurafurðir, tómatsósur, fitusnauðar vörur, brauð, pakkasósur, áfengi, sulta og chutney, sterkar sósur, majónes, bbq sósur, dósamatur, þurrkaðir ávöxtir því stundum er viðbættur sykur eins og í trönuberjum. Listinn er auðvitað ekki tæmandi en til að hjálpa þér að lesa aftan á vörurnar sem þú kaupir regulega hef ég sett hér að neðan samnefni sykurs. Þau geta verið tvö til þrjú í einni og sömu vörunni og til að einfalda enn frekar hef ég feitletrað þau algengustu.
Skoðaðu heilsuhilluna. Flestar vörur í heilsuhillum matvöruverslana innihalda nátturulega sætu og engan sykur en það er ekki þar með sagt að það sé rétt og því er gott að nota lista yfir samnefni sykurs hér að neðan til stuðnings.
Þá er auðvelt að skipta út sykri svona:
Skiptið út Tómatsósunni fyirr lífræna tómatsósu.
Veljið lífrænt eða vegan majónes.
Dijon sinnep er sykurlaust.
Gerið sósur frá grunni með olíum og kryddum yfir salat eða kjöt, hvítlauksósan hér neðar er góð.
Notið grænmetisteninga í stað dósa- eða pakkasúpu.
Forðist dósamat, alvöru matur bragðast betur hvort sem er.
cane sugar | malt syrup | golden sugar |
caramel | maltodextrin | golden syrup |
carob syrup | maltose | grape sugar |
corn syrup | mannitol | high-fructose corn syrup |
date sugar | molasses | honey |
dextran | rapadura | invert sugar |
dextrose | raw sugar | lactose |
diatase | refiner’s syrup | barley malt |
diastatic malt | sorbitol | beet sugar |
ethyl maltol | sorghum syrup | brown sugar |
fructose | sucrose | buttered syrup |
glucose | turbinado sugar | cane-juice crystals |
glucose solids | xylitol | fruit juice concentrate |
*Feitletruðu nöfnin eru þau algengustu hér á Íslandi
~fyrir 2
1 sæt kartafla
Fylling:
1/2 tsk kókosolía
1 stór rauður laukur, gróflega saxaður
2-3 hvítlauksgeirar, fínlega saxaðir
1 bolli kjúklingabaunir
tvö handfylli spínat
pipar og salt eftir smekk
Hvítlauksósa:
1/2 bolli tahini
1/2 bolli vatn
1 hvítlauksgeiri, pressaður
1 sítróna kreist
1/2 tsk paprikukrydd (val)
salt eftir smekk
Hitið ofninn í 200°C eða útigrill. Skerið sætu kartöfluna til helminga. Setjið á ofnplötu og penslið yfir með olíu eða vefjið í álpappír og setjið á útigrill. Eldið í 25-30 mín eða þar til hægt er að stinga gafli inn í kartöfluna.
Setjið öll innihaldsefni í dressingu í blandara og hrærið. Útbúið því næst fyllingu með því að hita pönnu með örlítið af kókosolíu og snöggsteikja lauk, hvítlauk, kjúklingabaunir, spínat og krydda með salti og pipar. Steikið í um 5-7 mínútur. Skerið sætkatöflubáta langsum og þversum og þrýstið á til að opna, bætið við spínatfyllingu og dreifið hvítlauksósu veglega yfir.
Tækifæri til að fá uppskriftir og innkaupalista í hendurnar, ásamt stuðningi og hvatningu gerist ekki á hverjum degi og hvað þá ókeypis. Smelltu hér fyrir fimmtudaginn og þá tryggir þú þér uppskriftir viku tvö í áskoruninni ásamt einföldum innkaupalista.
Voru einhverjar fæðutegundir sem komu þér á óvart að innihéldu sykur? Segðu mér frá að neðan hver reynsla þín var.
Fjörið gerist í spjallinu.
Ef þér líkaði greinin, smelltu á like á facebook og deildu með vinum.
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi