Það er enginn unnin sykur í þessum og sumum finnast þær eflaust of sætar og þar af leiðandi ekki hollar en ég meina, jarðaber og hafrar og möndlur ….allt mjög hollt!
Uppskrift er fyrir 22 kökur.
1 flax egg – sjá neðar
1 ½ bolli af höfrum
½ bolli af möndluhveiti
½ bolli af kókóshnetusykri
1 tsk kanill
Sjávar salt – smá klípa
1 tsk vanillu duft eða extract
¼ tsk matarsódi
2 msk möndlusmjör
2 msk maple sýróp
1 msk af kókóshnetuolíu
¼ bolli af niður skornum jarðaberjum
Byrjið á að búa til flax eggið og setjið til hliðar – sjá neðar
Leyfið flax eggi að liggja í bleyti á meðan hin hráefnin eru undirbúin.
Forhitið ofninn í 175 gráður. Undirbúið bökunarplötu með bökunarpappír á.
Takið núna stóra skál og blandið saman höfrum, möndlu hveitinu, kókóshnetusykrinum, sjávar salti, kanil, vanillu dufti og matarsóda.
Takið núna minni skál og hrærið saman möndlusmjöri, maple sýrópi og kókóshnetuolíunni. Þegar flax eggið er tilbúið bætið því þá saman við blauta hráefnið og hrærið.
Hellið núna blauta hráefninu saman við þetta þurra og hrærið afar vel með skeið eða spaða þar til allt hráefni hangir vel saman.
Setjið nú jarðaberin í blönduna og notið hendurnar til að blanda þeim saman við – við viljum ekki kremja þau alveg.
Það má setja deigið inn í ísskáp og kæla það í hálftíma en þess þarf þó ekki.
Bleyttu nú fingurna og byrjaðu að búa til kúlur úr deiginu. Þegar þú setur þær á plötuna þrýstu þá aðeins ofan á þær. Þær breiða úr sér á plötunni.
Það má strá sjávar salti yfir þær ef smekkur er fyrir því.
Bakið í 20 mínútur eða þar til kökur eru gylltar.
Takið úr ofni og leyfið þeim að standa á plötunni í 5-10 mínútur til að kólna aðeins.
Notaðu spaða til að taka þær af plötunni, gerðu þetta varlega, þær eiga það til að klístrast við pappírinn.
Setjið kökur á grind til að kæla þær alveg.
Það er afar gott að borða þær nýbakaðar en þær má geyma í lokuðu íláti.
Flax egg : blandið saman 1 msk af möluðum hörfræjum og 3 msk af vatni, hrærið og látið standa í 15 mínútur, þessi blanda á að vera þykk og frekar slímkennd, svipað og venjulegt egg.