Uppskrift er fyrir fjóra.
2 bollar af spelti
1 bolli af KORNAX hveiti
1 tsk stevia
Klípa af grófu salti
4 tsk matarsódi
1 ¾ bolli af vatni
2 mjög þroskaðir bananar
2 msk hörfræ olía + 6 msk vatn (hrært saman og látið standa í nokkrar mínútur)
¼ bolli af lífrænu hnetusmjöri
½ bolli af macadamian hnetum sem búnar eru að liggja í bleyti, hreinsaðar og þurrkaðar
½ bolli af ferskum bláberjum
4 döðlur
¾ bolli af möndlumjólk eða sojamjólk
¼ bolli vatn
Safi úr hálfri sítrónu
1 tsk vanilla
Forhitið bakarofn á 100°
Hitið einnig vöfflujárnið
Setjið diskana sem vöfflurnar eiga að fara á inní ofninn svo þeir haldist heitir.
Náið í stóra skál og hrærið saman hveiti, steviu, salt og matarsóda. Setjið svo til hliðar.
Í aðra skál skal setja stappaða banana og bæta við vatni, hörfræ olíu og hnetusmjöri og hræra þessu vel saman. Settu þetta svo saman við stóru skálina og hrærðu mjög vel saman. Reyna að hafa sem fæsta kekki en það er í lagi þó þeir séu nokkrir.
Þegar vöfflujárnið er orðið heitt, spreyjaðu smá olíu á það og byrjaðu að baka. Hver vaffla á að bakast í c.a 4 mínútur. Þær eiga að vera krispí.
Setjið svo vöfflurnar á diskana í ofninum jafn óðum og þær eru tilbúnar.
Setjið allt hráefnið í blandara og látið hrærast þangað til þetta er orðið eins og mjúkt krem. Það má bæta við meiri möndlu mjólk eftir smekk hvers og eins.
Setjið svo kremið á hverja vöfflu fyrir sig þegar diskar með heitum vöfflum eru teknir út úr ofninum og Volia... ekkert smá girnilegur morgunverður eða miðdegisverður fyrir 4 tilbúinn.