Uppskrift er fyrir einn drykk.
1 bolli af sterku kaffi
1 banani
¼ bolli af höfrum
1 msk af cocoa dufti
1 msk af hörfræjum í dufti
1/8 tsk af kanil í dufti
1 bolli af soja mjólk eða mjólk að eigin vali
1 tsk af hunangi
Hellið kaffi í ísmolabakka og látið frystast yfir nótt.
Morgunin eftir þá skal blanda öllu hráefni í blandarann og einnig kaffi ísmolunum.
Látið blandast vel saman eða þar til drykkur er mjúkur.
Bragðið til ef þið viljið nota sætuefni eins og t.d lífrænt hunang.
Ps: Ath að þessi kaffidrykkur er kaldur.